Bjarni, Katrín og Sigurður funda í Ráðherrabústaðnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 10:51 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittust á fyrsta fundi sínum eftir kosningar í Stjórnarráðinu í gær. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja á fundi Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Alla jafna fundar ríkisstjórnin í bústaðnum á þessum tíma en nú, að nýloknum Alþingiskosningum, nýta formenn flokkanna tímann til að fara yfir málin. Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær. Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka. Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi. Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.
Þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins funduðu í Stjórnarráðinu í gær. Þar kom fram að formennirnir ætluðu að nota vikuna til að fara yfir málin. Þau höfðu öll lýst yfir að samtal flokkanna þriggja yrði fyrst á dagskrá eftir kosningar færi svo að ríkisstjórnin héldi velli, sem hún gerði örugglega. Bjarni sagði ólíklegt að allt yrði óbreytt í samstarfi flokkanna og vísar þar til skiptingar ráðuneyta milli flokka. Reiknað er með að fundinum ljúki um klukkan 11:30. Bein útsending verður í spilara sem birtist hér að neðan þegar nær dregur fundi. Þá má fylgjast með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, greip Katrínu Jakobsdóttur tali fyrir utan Stjórnarráðið að fundi loknum. Upptöku með viðtalinu má sjá að neðan eftir augnablik.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira