Innlent

Helmingur allra of­beldis­brota heimilis­of­beldi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í 8 prósent tilvika var brotaþoli undir 18 ára aldri.
Í 8 prósent tilvika var brotaþoli undir 18 ára aldri. Getty

Um helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar hjá lögreglu frá því í ársbyrjun 2020 falla undir heimilisofbeldi, samtals 1.554 brot.

Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, sem birt voru á Alþingisvefnum í gær.

Þar kemur fram að 2.820 mál er varða manndráp eða líkamsmeiðingar hafi komið til kasta lögreglu á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. ágúst 2021.

Alls voru 2.239 mál skráð er vörðuðu líkamsárás, 232 er vörðuðu meiriháttar líkamsárás, 204 er vörðuðu stórfellda líkamsárás og í 141 máli var endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð fjölskyldumeðlims.

Í 8 prósent tilvika var brotaþoli undir 18 ára aldri. Þá voru 80 prósent grunaðra gerenda karlar og 20 prósent konur en konur voru 44 prósent brotaþola og karlar 56 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.