Lífið

Lady Marmala­de-söng­konan Sarah Dash er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Sarah Dash á tónleikum árið 2012.
Sarah Dash á tónleikum árið 2012. Getty

Bandaríska söngkonan Sarah Dash, ein stofnenda sveitarinnar Labelle, er látin, 76 ára að aldri.

Sveitin Labelle, með þeim Dash, Patti LaBelle og Nona Hendryx innanborðs, sló hressilega í gegn með lagið Lady Marmalade árið 1975.

LaBelle minnist Dash á Twitter þar sem hún segist miður sín vegna fréttanna af fráfalli Dash. Þau hafi síðast staðið saman á sviði síðastliðinn laugardag.

Stærsti smellur sveitarinnar öðlaðist nýtt líf með flutningi Christine Aguilera, Pink, Lil' Kim og Mya í tengslum við myndina Moulin Rouge, mynd Baz Luhrman frá árinu 2001 sem skartaði þeim Nicole Kidman og Ewan McGregor í aðalhlutverkum.

Labelle var stofnuð árið 1971 og hituðu meðal annars upp fyrir The Who áður en sveitin sló almennilega í gegn. Labelle liðaðist í sundur árið 1976 og hóf Dash þá sólóferil. Hún söng meðal annars á Steel Wheels, plötu Rolling Stones frá árinu 1989.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.