„Helsta áskorunin við að mynda eldgos er að fara sér ekki að voða“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. september 2021 09:01 Þessi mynd eftir Vilhelm fór á flakk út um allan heim og birtist víða í fjölmiðlum erlendis. Myndina tók hann snemma fyrsta morguninn eftir að gosið hófst. Vísir/Vilhelm „Það er svo magnað að vera við eldgos. Krafturinn í eldgosum er ótrúlegur, þetta er svo flott að upplifa þetta,“ segir ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson. Vilhelm er fréttaljósmyndari á Vísi og hefur síðustu mánuði myndað gosið í Geldingadölum fyrir fréttastofuna. Hann hefur þó myndað fleiri eldgos á ferlinum og hefur skoðað öll eldgos Íslands á þessari öld. Hann gaf út bókina Volcano á dögunum en í henni má finna magnaðar eldgosamyndir hans. Björgunarsveitarstarfsmaður með gasgrímu bað þennan áhrifavald að færa sig, þar sem hún stillti sér upp fyrir myndatöku.Vísir/Vilhelm „Þetta er svo mögnuð upplifun. Því nær því betra, þá finnur þú kraftinn, finnur jörðina titra.“ Vilhelm hefur myndað öll eldgos Íslands á þessari öld.Vísir/Egill Vilhelm hefur starfað sem landslags- og fréttaljósmyndari í tvo áratugi og eru eldgosamyndirnar í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Allar myndirnar sem birtast hér eru úr bókinni. Fólk lét snjókomu og hríð ekki stoppa sig í því að skoða gosið.Vísir/Vilhelm Sökum þess hvað gosið í Geldingardölum stendur lengi yfir og er nálægt höfuðborgarsvæðinu, hefur Vilhelm farið ófáar ferðir upp að þessu gosi hvort sem það var á vegum vinnunnar, við björgunarsveitarstörf fyrir Hjálparsveit skáta í Kópavogi eða í sínum frítíma. Eldgos eru draumamyndefni margra ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Ég hætti að telja eftir tuttugu ferðir og það er vel yfir það. Ég fór nokkrum sinnum með flugi eða á bíl en oftast fór ég fótgangandi. Ég komst að því að ég er miklu fljótari að rölta að þessu gosi heldur en ég er að þrífa bílinn eftir að keyra þangað,“ segir Vilhelm og hlær. Björgunarsveitarfólk að störfum að aðstoða slasaða konu við gosstöðvarnar þegar hálkan var sem verst.Vísir/Vilhelm „Svo hef ég náð að mynda svo mikið af fólki og stemninguna á svæðinu þegar ég er að ganga að gosinu og til baka. Þetta er saga þessa eldgoss, allt frá gosinu sjálfu yfir í fólk að elda á heitu hrauni, röðinni á klósettið yfir í björgunarsveitarfólk að bera burt slasaða konu.“ Mynd af því þegar ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali.Vísir/Vilhelm Í bókinni má meðal annars sjá myndir af gosinu í ýmsum veðrum, fegurðardrottningu stilla sér upp þar í síðkjól, forsetanum að skoða gosið, gasgrímum, troðfullum brekkum af fólki, röðinni við kaðalinn, hjálparsveitarfólki og fréttamönnum að störfum og svona mætti lengi telja. „Þetta er ekta túristagos og aðgengið var gert svo flott.“ Eins og dreki sé að koma upp úr hrauninu.Vísir/Vilhelm Vilhelm starfar eins og áður segir sem fréttaljósmyndari og var því einn af þeim fyrstu sem fór að gosinu til þess að mynda það. Vilhelm byrjaði í fjallamennsku um tólf eða þrettán ára aldur og var á fermingaraldri þegar hann gisti fyrst í snjóhúsi á Esjunni. Hann hefur svo elt ævintýrin með myndavélina framan á sér síðan. Hann hefur verið í Hjálparsveit skáta í Kópavogi frá unglingsárum og er ekkert að stefna á að hætta því starfi á næstunni. Elísabet Hulda, núverandi Miss Universe Iceland lét mynda sig í síðkjól við eldgosið. Vilhelm var akkúrat á staðnum og smellti mynd af þessu atviki.Vísir/Vilhelm Vilhelm segir að það hafi verið stórkostlegt að fylgjast með fallega gosinu í Geldingardölum. Eldgosið hefur breyst svo mikið frá því að það hófst að ljósmyndarar finna alltaf eitthvað nýtt að mynda. „Ég var þarna um daginn í fyrsta sinn í smá tíma, reyndar í þoku, en maður vissi varla hvar maður var því þetta hafði breyst svo mikið. Ég kannaðist varla við staðinn sem ég var á. Það er alltaf gaman að sjá þetta.“ Hér má sjá hraunsletturnar fara langt upp úr gígnum.Vísir/Vilhelm Í bókinni Volcano eru myndir af fleiri gosum en eldgosinu í Geldingardölum. Þar má líka finna myndir af Holuhrauni, Grímsvötnum, Fimmvörðuhálsi, Eyjafjallajökli, Heklu, Heimaey, Surtsey, Kötlu, Skaftáreldum og Öræfajökli. Gosið séð frá borginni, á myndinni má sjá Kópavogskirkju.Vísir/Vilhelm „Helsta áskorunin við að mynda eldgos er að fara sér ekki á voða, það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú. Svo skiptir máli að ná að vera þarna á réttum tíma, ljósaskiptin eru lang flottust,“ útskýrir Vilhelm. Gasgrímur voru nauðsynlegar fyrir alla þá sem þurftu að fara nálægt götunnar vegna vinnu sinnar.Vísir/Vilhelm „Það er líka mismunandi eftir gosum, í Eyjafjallajökli eltist ég við að mynda eldingarnar. Í Fimmvörðuhálsi þurfti maður að spá mikið í veðrinu. Hjá Kirkjubæjarklaustri sá maður ekki húddið á bílnum fyrir öskufalli. Það er oftast ekki jafn þægilegt að mynda gos eins og það sem er núna hérna við bæjardyrnar.“ Ótrúlegur kraftur!Vísir/Vilhelm Hægt er að finna myndir ljósmyndarans í bókinni Volcano, hér á Vísi, á vefsíðunni hans og á Instagram. Ótrúlegt sjónarspil í Geldingardölum.Vísir/Vilhelm Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bókaútgáfa Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Vilhelm er fréttaljósmyndari á Vísi og hefur síðustu mánuði myndað gosið í Geldingadölum fyrir fréttastofuna. Hann hefur þó myndað fleiri eldgos á ferlinum og hefur skoðað öll eldgos Íslands á þessari öld. Hann gaf út bókina Volcano á dögunum en í henni má finna magnaðar eldgosamyndir hans. Björgunarsveitarstarfsmaður með gasgrímu bað þennan áhrifavald að færa sig, þar sem hún stillti sér upp fyrir myndatöku.Vísir/Vilhelm „Þetta er svo mögnuð upplifun. Því nær því betra, þá finnur þú kraftinn, finnur jörðina titra.“ Vilhelm hefur myndað öll eldgos Íslands á þessari öld.Vísir/Egill Vilhelm hefur starfað sem landslags- og fréttaljósmyndari í tvo áratugi og eru eldgosamyndirnar í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Allar myndirnar sem birtast hér eru úr bókinni. Fólk lét snjókomu og hríð ekki stoppa sig í því að skoða gosið.Vísir/Vilhelm Sökum þess hvað gosið í Geldingardölum stendur lengi yfir og er nálægt höfuðborgarsvæðinu, hefur Vilhelm farið ófáar ferðir upp að þessu gosi hvort sem það var á vegum vinnunnar, við björgunarsveitarstörf fyrir Hjálparsveit skáta í Kópavogi eða í sínum frítíma. Eldgos eru draumamyndefni margra ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Ég hætti að telja eftir tuttugu ferðir og það er vel yfir það. Ég fór nokkrum sinnum með flugi eða á bíl en oftast fór ég fótgangandi. Ég komst að því að ég er miklu fljótari að rölta að þessu gosi heldur en ég er að þrífa bílinn eftir að keyra þangað,“ segir Vilhelm og hlær. Björgunarsveitarfólk að störfum að aðstoða slasaða konu við gosstöðvarnar þegar hálkan var sem verst.Vísir/Vilhelm „Svo hef ég náð að mynda svo mikið af fólki og stemninguna á svæðinu þegar ég er að ganga að gosinu og til baka. Þetta er saga þessa eldgoss, allt frá gosinu sjálfu yfir í fólk að elda á heitu hrauni, röðinni á klósettið yfir í björgunarsveitarfólk að bera burt slasaða konu.“ Mynd af því þegar ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali.Vísir/Vilhelm Í bókinni má meðal annars sjá myndir af gosinu í ýmsum veðrum, fegurðardrottningu stilla sér upp þar í síðkjól, forsetanum að skoða gosið, gasgrímum, troðfullum brekkum af fólki, röðinni við kaðalinn, hjálparsveitarfólki og fréttamönnum að störfum og svona mætti lengi telja. „Þetta er ekta túristagos og aðgengið var gert svo flott.“ Eins og dreki sé að koma upp úr hrauninu.Vísir/Vilhelm Vilhelm starfar eins og áður segir sem fréttaljósmyndari og var því einn af þeim fyrstu sem fór að gosinu til þess að mynda það. Vilhelm byrjaði í fjallamennsku um tólf eða þrettán ára aldur og var á fermingaraldri þegar hann gisti fyrst í snjóhúsi á Esjunni. Hann hefur svo elt ævintýrin með myndavélina framan á sér síðan. Hann hefur verið í Hjálparsveit skáta í Kópavogi frá unglingsárum og er ekkert að stefna á að hætta því starfi á næstunni. Elísabet Hulda, núverandi Miss Universe Iceland lét mynda sig í síðkjól við eldgosið. Vilhelm var akkúrat á staðnum og smellti mynd af þessu atviki.Vísir/Vilhelm Vilhelm segir að það hafi verið stórkostlegt að fylgjast með fallega gosinu í Geldingardölum. Eldgosið hefur breyst svo mikið frá því að það hófst að ljósmyndarar finna alltaf eitthvað nýtt að mynda. „Ég var þarna um daginn í fyrsta sinn í smá tíma, reyndar í þoku, en maður vissi varla hvar maður var því þetta hafði breyst svo mikið. Ég kannaðist varla við staðinn sem ég var á. Það er alltaf gaman að sjá þetta.“ Hér má sjá hraunsletturnar fara langt upp úr gígnum.Vísir/Vilhelm Í bókinni Volcano eru myndir af fleiri gosum en eldgosinu í Geldingardölum. Þar má líka finna myndir af Holuhrauni, Grímsvötnum, Fimmvörðuhálsi, Eyjafjallajökli, Heklu, Heimaey, Surtsey, Kötlu, Skaftáreldum og Öræfajökli. Gosið séð frá borginni, á myndinni má sjá Kópavogskirkju.Vísir/Vilhelm „Helsta áskorunin við að mynda eldgos er að fara sér ekki á voða, það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú. Svo skiptir máli að ná að vera þarna á réttum tíma, ljósaskiptin eru lang flottust,“ útskýrir Vilhelm. Gasgrímur voru nauðsynlegar fyrir alla þá sem þurftu að fara nálægt götunnar vegna vinnu sinnar.Vísir/Vilhelm „Það er líka mismunandi eftir gosum, í Eyjafjallajökli eltist ég við að mynda eldingarnar. Í Fimmvörðuhálsi þurfti maður að spá mikið í veðrinu. Hjá Kirkjubæjarklaustri sá maður ekki húddið á bílnum fyrir öskufalli. Það er oftast ekki jafn þægilegt að mynda gos eins og það sem er núna hérna við bæjardyrnar.“ Ótrúlegur kraftur!Vísir/Vilhelm Hægt er að finna myndir ljósmyndarans í bókinni Volcano, hér á Vísi, á vefsíðunni hans og á Instagram. Ótrúlegt sjónarspil í Geldingardölum.Vísir/Vilhelm
Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bókaútgáfa Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira