Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 10:54 Eldflaugin sem flutti geimfarana út í geim lenti á drónaskipi undan ströndum Flórída. Inspiration4/John Kraus Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma. SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma.
SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira