Sport

Conor og rappara lenti saman á rauða dreglinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conor McGregor var í vígahug á rauða dreglinum.
Conor McGregor var í vígahug á rauða dreglinum. getty/Jeff Kravitz

Öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar Conor McGregor og rapparanum Machine Gun Kelly lenti saman á rauða dreglinum á MTV verðlaunahátíðinni í fyrrinótt.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vildi Conor fá mynd af sér með MGK sem hafnaði því og ýtti Íranum í burtu.

Conor datt og missti stafinn sem hann gengur við eftir aðgerðina sem hann fór í eftir að hann fótbrotnaði í bardaganum gegn Dustin Poirier í sumar. Conor missti einnig glasið sitt en tók það síðan upp og sullaði innihaldinu í átt að MGK og kærustu hans, Megan Fox.

Öryggisverðir gengu í kjölfarið á milli þeirra Conors og MGK þegar þeir ætluðu að vaða í hvorn annan.

Conor gerði lítið úr atvikinu er hann var spurður út í það og sagðist aðeins berjast við alvöru bardagakappa. Hann sagðist einnig ekki hafa hugmynd um hver MGK væri.

Er rapparinn var spurður út í atvikið sló hann í hljóðnema fréttamanns og gekk á brott.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.