Fótbolti

Guðlaugur Victor með fyrirliðabandið í sigri Schalke 04

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Guðlaugur Victor í leik með íslenska landsliðinu
Guðlaugur Victor í leik með íslenska landsliðinu EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ

Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður Schalke 04 spilaði allan leikinn og bar fyrirliðabandið í góðum sigri Schalke á Paderborn á útivelli í dag.

Schalke sigraði Paderborn í næst efstu deild þýska boltans í dag. Guðlaugur Victor, sem lék í tveimur landsleikjum í nýafstöðnu landsleikjahléi, hefur verið fastamaður í liði Schalke síðan hann kom til liðsins í fyrra. Hann lék allan leikinn í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og bar fyrirliðabandið í leiknum.

Það var Simon Terodde sem skoraði sigurmark leiksins á 63. mínútu en hann hefur farið vel af stað með liðinu í byrjun tímabilsins.

Með sigrinum komst Schalke upp í sjöunda sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.