Lífið

Olivia Munn á von á sínu fyrsta barni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Leikkonan Olivia Munn er meðal annars þekkt fyrir að leika í The Newsroom, X-Men og Love Wedding Repeat.
Leikkonan Olivia Munn er meðal annars þekkt fyrir að leika í The Newsroom, X-Men og Love Wedding Repeat. Getty/Emma McIntyre

Leikkonan Olivia Munn á von á barni með grínistanum John Mulaney. Þetta kom í ljós í viðtali hans í þættinum Late Night with Seth Meyers.

Parið átti einhver samskipti fyrir nokkrum árum en kynntust og byrjuðu að hittast fyrr á þessu ári.   Samkvæmt frétt People fór Mulaney í meðferð í mánuð í september í fyrra. Eftir það flutti hann út frá þáverandi eiginkonu sinni og byrjaði svo í sambandi með Munn í vor. 

Í viðtalinu hjá Seth Meyers sagði hann að sambandið og barnið hafi bjargað sér á erfiðum tíma í bataferlinu. 

John Mulaney á sviði með uppistandið sitt From Scratch.Getty/ Dimitrios Kambouris

Mulaney hefur hlotið Emmy verðlaun fyrir skrif sín og er þekktur meðal annars fyrir vinnu sína fyrir þættina Saturday Night Live. Munn er meðal annars þekkt fyrir að leika í The Newsroom, X-Men og Love Wedding Repeat.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.