Sport

Antet­okounmpo í textum rapp­goð­sagna

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Gott ár hjá Giannis Antetokounmpo
Gott ár hjá Giannis Antetokounmpo EPA-EFE/TANNEN MAURY SHUTTERSTOCK OUT

Stjarna Giannis Antetokounmpo leikmanns Milwaukee Bucks hefur heldur betur risið hátt á undanförnum árum og virðist bara ætla að skína enn skærar.

Grikkinn, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar sem og varnarmaður ársins vann einmitt NBA titilinn fyrr í sumar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Fyrsta titil liðsins í 50 ár.

Tvær skærustu stjörnur tónlistarheimsins hafa nú heiðrað Antetokounmpo með því að láta nafn hans koma fyrir í rapptextum sínum. Það eru þeir Kanye West, sem gaf nýlega út plötuna Donda og Drake sem gaf út plötuna CLB, eða Certified Lover Boy.

Lagið á Kanye West plötunni heitir Junya og segir þar í textanum

Let me be honest (Mmh, mmh) 

I won with the bucks, boy

Let me Giannis (Mmh, mmh)

I won with the bucks, boy (Mm, mm)

Hjá Drake er sagan ansi skemmtileg. Maður að nafni Grayden Gordian tísti þann 21. júlí að Drake myndi nota nafn Antetokounmpo í texta á nýju plötunni.

Drake hefur sat frá því að hann ákvað einfaldlega að taka Gordian á orðinu og hafa NBA stjörnuna í texanum sem hljómaði að lokum svona:

Don’t move like a puto

Could at least keep it a buck like Antetokounmpo

Það er því nokkuð ljóst að þessi frábæri körfuboltamaður og hans saga eiga sér samastað í huga margs körfuboltaáhugafólks og eru þar heimsfrægir tónlistarmenn ekki undanskildir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×