Sport

Ísland nældi í gull

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska liðið fagnar gullinu að leik loknum.
Íslenska liðið fagnar gullinu að leik loknum. Blaksamband Íslands

Ísland vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamóts kvenna U-19 ára lansliða í blaki. Leikið var á Laugarvatni. Þurfti gullhrinu eða úrslitahrinu til þess að gera út þennan fimm hrinu leik

Fyrsta hrina leiksins einkar jöfn. Í stöðunni 14-14 náði íslenska liðið loks að slíta sig frá því færeyska og komast yfir, 23-20. Færeyjar svöruðu og komust í kjölfarið yfir, 24-23. Ísland marði á endanum sigur í þeirri hrinu, 26-24.

Ísland lenti 9-3 undir í annarri hrinu og fór það svo að Færeyjar unnu hana 25-18. Ísland vann 25-20 sigur í þriðju hrinu leiksins þar sem sókn íslenska liðsins gekk hvað best. Ísland leiddi svo 16-14 í fjórðu hrinu og stefndi í að liðið næði að klára leikinn. Allt kom fyrir ekki og Færeyjar unnu hana 25-18.

Fimmta hrinan var svo æsispennandi enda allt undir. Íslenska liðið stóðs pressuna og vann 15-10. Að loknum 141 mínútna löngum leik var ljóst að íslenska U-19 ára liðið var orðið Smáþjóðarmeistari árið 2021.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.