Erlent

Eldur gleypir í sig íbúðablokk í Mílanó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Húsið er gjöreyðilagt.
Húsið er gjöreyðilagt. epa/Matteo Corner

Að minnsta kosti 20 fengu reykeitrun þegar eldur breiddist út um 20 hæða íbúðablokk í Mílanó í gær. Ekki er vitað um dauðsföll en slökkviliðsmenn fóru á milli hæða og börðu á dyr til að freista þess að koma öllum út.

Þá var unnið í því að reyna að ná í fjölskyldurnar 70 sem bjuggu í húsinu.

Eldurinn braust út á efri hæðum hússins en leitaði svo niður. Þykkur reykur mætti slökkviliðsmönnum þegar þeir mættu á vettvang.

Borgarstjórinn Giuseppe Sala sagðist í samtali við dagblaðið Corriere della Sera vongóður um að allir hefðu komist út.

Eldurinn braust út á efri hæðum hússins en leitaði svo niður.epa/Paolo Salmoirago


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.