Sport

Már getur ekki andað með nefinu en lætur það ekki stöðva sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Már Gunnarsson stakk sér til sunds í nótt.
Már Gunnarsson stakk sér til sunds í nótt. @margunnarsson

„Nákvæmlega það sem við vorum að leitast eftir, að fara fyrsta sundið hratt og öruggt. Ekki skera mig neinstaðar, ekki meiða mig á línunum, ekki synda á veginn,“ sagði sundmaðurinn Már Gunnarsson að loknu fyrsta sundi sínu á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó.

Már hefur veitt fylgjendum sínum innsýn í líf sitt í Tókýó, höfuðborg Japans, þar sem Ólympíumót fatlaðra fer nú fram á Instagram-síðu sinni og TikTok.

 Hann synti sitt fyrsta sund í nótt þegar hann kom 7. í mark í sínum riðli í 50 metra skriðsundi. Sundið var þó aðeins upphitun fyrir það sem koma skal.

Klippa: Már Gunnars í Tókýó

„Myndi ég segja að ég hafi gert þetta alveg eins og áætlað var. Þetta var hratt og öruggt. Nákvæmlega það sem við vorum að leitast eftir, að fara fyrsta sundið hratt og öruggt. Ekki skera mig neinstaðar, ekki meiða mig á línunum, ekki synda á veginn. Bara til að finna hvernig það er að keppa hérna úti. Fara í gegnum keppenda herbergið og rútínuna til þess að gera mig kláran fyrir komandi sund sem er á morgun og næstu daga,“ sagði Már að endingu.

Það var þó saga sem Már sagði fyrr um daginn sem vakti athygli þar sem sundkapinn sagðist ekki getað andað með nefinu eftir misheppnaða aðgerð árið 2018.

„Í þessu myndbandi ætla ég að svara ágætis spurningu frá fylgjenda á TikTok. Spurningin hljóðar svona: Rekur þú oft höfuðið í bakkann?“ segir Már í upphafi.

„Svarið við því er nei en þegar það gerist myndi ég segja að „reka höfuðið í bakkann“ væri frekar vægt til orða tekið. Til dæmis árið 2016 þegar ég negldi á bakkann nefbrotnaði ég og ég fór í nefaðgerð 2018 og í dag get ég ekki andað með nefinu.“

„Ég vakna alltaf þurr í hálsinum á morgnana, þetta hrjáir mig í söng en ég og mitt fólk gerum okkar besta til að forðast svona slys,“ sagði Már að endingu.

Klippa: Már getur ekki andað með nefinu


Tengdar fréttir

„Ímynd ákveðins himnaríkis“

Sundmaðurinn Már Gunnarsson heldur áfram að veita fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum skemmtilega innsýn inn í lífið í Tókýó þar sem ólympíumót fatlaðra er nú að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×