Sport

Keppandi á Ólympíumóti fatlaðra fluttur á sjúkrahús með veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alls eru smit sem tengjast mótinu orðin 184 talsins.
Alls eru smit sem tengjast mótinu orðin 184 talsins. Kiyoshi Ota/Getty Images

Keppandi á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó hefur veri fluttur á sjúkrahús eftir að hafa greinst með kórónaveiruna. Japanski fjölmiðlar hafa þó eftir mótshöldurum að keppandinn sé ekki alvarlega veikur.

Kórónaveirusmit tengd mótinu eru nú orðin 184 talsins, en þetta er fyrsti keppandinn sem fluttur er á sjúkrahús vegna veirunnar. Aðeins 13 þessara smita hafa greinst innan Ólympíuþorpsins.

Í dag, fimmtudag, greindust 24.900 ný smit í Japan, og þar af voru 4.700 í höfuðborginni Tókýó. Útbreiðsla kórónaveirunnar í Tókýó og nágrenni hefur farið vaxandi síðustu daga og vikur.

Þess ber þó að geta að allir þeir sem koma að mótinu eru skimaðir daglega og að gríðarlega umfangsmiklar varúðarráðstafanir vegna kórónaveirunnar eru í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×