„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 23:02 Biden ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld þar sem hann lýsti því yfir að bandaríski herinn skipuleggi nú gagnárás á ISIS-K. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu. Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Tólf bandarískir hermenn féllu í árásinni og fimmtán aðrir særðust þegar tveir sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sig í loft upp við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst níutíu Afganar féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn og 150 eru særðir. Eftir að sprengjumennirnir höfðu sprengt sig í loft upp skutu aðrir meðlimir ISIS-K á almenning í Kabúl á færi. Þá hafa fregnir borist af minnst þremur sprengingum til viðbótar í dag en ekki er víst hvort einhverjir hafi fallið í þeim. Blaðamannafundurinn hófst í Hvíta húsinu á tíunda tímanum, að íslenskum tíma, í kvöld. Biden fór þar yfir atburði dagsins og hver næstu skref verða. Foringi herafla Bandaríkjanna hafði sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að Bandaríkin væru tilbúin til að grípa til aðgerða gegn árásarmönnunum. Þetta staðfesti Biden á fundinum. „Við munum ekki fyrirgefa, við munum ekki gleyma. Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda,“ sagði Biden á fundinum og greindi hann jafnframt frá því að hann hafi þegar falið herforingjum sínum að skipuleggja gagnárás gegn ISIS-K, sem eru undirhópur alþjóðlegu hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. „Við munum bregðast við með valdi og með nákvæmni á okkar eigin tíma, á stað sem við veljum sjálf,“ bætti Biden við. „Þessir ISIS-hryðjuverkamenn munu ekki sigra. Við munum bjarga Bandaríkjamönnunum: við munum koma afgönskum bandamönnum okkar úr landinu og verkefni okkar heldur áfram. Bandaríkin láta ekki slá sig út af laginu.“ Biden greindi frá því að herforingjar Bandaríkjanna í Afganistan hafi í dag ítrekað það hve mikilvægt það sé að koma bandarískum ríkisborgurum úr landinu sem allra fyrst. Biden tilkynnti það í gærkvöldi að allt bandarískt herlið verði farið úr landinu fyrir 31. ágúst, samkvæmt samkomulagi við Talibana, og hann tilkynnti á fundinum áðan að það markmið hafi ekki breyst. Talið er að allt að þúsund Bandaríkjamenn séu enn að reyna að forða sér frá Kabúl. Frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir tólf dögum síðan hefur Bandaríkjunum, Bretum og öðrum bandamönnum tekist að forða meira en 100 þúsund manns frá landinu.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Joe Biden Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira