Sport

Dagskráin í dag: Fótboltadagur framundan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik mætir KA í annað sinn á fimm dögum.
Breiðablik mætir KA í annað sinn á fimm dögum. Vísir/Hulda Margrét

Fótboltinn ræður ríkjum á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sjö leikir eru á dagskrá, og alls eru níu beinar útsendingar bara í dag.

Kristianstad tekur á móti Häcken í Íslendingaslag sænsku úrvalsdeildinni klukkan 16:25 í fyrstu útsendingu dagsins á Stöð 2 Sport 2.

Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru á mála hjá Kristianstad, og Elísabet Gunarsdóttir þjálfar liðið. Diljá Zomers er í liði Häcken sem situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Klukkan 17:35 hefst Pepsi Max upphitun á Stöð 2 Spor, en fjórir leikir eru á dagskrá klukkan 17:50. Þrír í Pepsi Max deild karla, og einn í Pepsi Max deild kvenna.

Valur tekur á móti Tindastól í Pepsi Max deild kvenna, en sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport 4.

Viðureignir FH og Keflavíkur annars vegar, og ÍA og KR hinsvegar, verða sýndar á stod2.is, en leikur KA og Breiðabliks verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Þegar þessum leikjum er lokið er Pepsi Max Stúkan á dagskrá á Stöð 2 Sport, þar sem að farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

West Bromwich Albion tekur á móti Arsenal í enska deildarbikarnum klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport 2, og tíu mínútum síðar hefst viðureign Bröndby og Salzburg í forkeppni Meistaradeildarinnar á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×