Bíó og sjónvarp

Til liðs við Grey‘s Anato­my

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Gallagher fór með hlutverk Sandy Cohen í þáttunum The O.C.
Peter Gallagher fór með hlutverk Sandy Cohen í þáttunum The O.C. Getty

Hollywoodleikarinn Peter Gallagher mun ganga til liðs við leikaralið þáttaraðarinnar Grey‘s Anatomy og birtast í næstu þáttaröð sem verður sú átjánda í röðinni.

Hinn 66 ára Gallagher hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum og er gert garðinn frægan í þáttaröðum á borð við The O.C., Californication, Law & Order: Special Victims Unit og Netflix-þáttunum Grace and Frankie.

Deadline segir frá því að Gallagher muni fara með hlutverk Dr. Alan Hamilton, læknis með tengsl við Ellis Grey, móður aðalpersónu þáttanna, það er Meredith Grey.

Gallagher ólst upp í New York en á rætur að rekja til Írlands. Auk þess að koma reglulega fram í sjónvarpsþáttaröðum hefur Gallagher bæði leikið í kvikmyndum á borð við While You Were Sleeping og American Beauty, sem og á sviði á Broadway.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.