Fjöldi gekk langt inn á hraunið til að komast að rauðglóandi hrauni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 10:22 Sumir vildu komast nær en öruggt getur talist. Mynd/Kristján Kristinsson Töluverður fjöldi fólks lagði leið sína upp á nýtt hraunið við eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, til þess að komast nær rauðglóandi hrauni. Ítrekað hefur verið varað við slíku athæfi. Eldgosið var í góðum gír í gær og töluverður fjöldi fólks lagði leið sína þangað til að verða vitni að náttúruöflunum í allri sinni dýrð. Líkt og sjá á meðfylgjandi myndum sem Kristján Kristinsson tók í gærkvöldi lét töluverður fjöldi fólks hins vegar sér það ekki nægja að horfa á eldgosið úr öruggri fjarlægð. Ítrekað hefur verið varað við því að stíga á nýja hraunið.Mynd/Kristján Kristinsson Kristján var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og í samtali við Vísi segist hann hafa talið um fimmíu manns í allt að fimmtíu metra inn á hrauninu. „Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri einhver hópur sem væri kominn þarna en það byrjuðu nokkrir að fara og svo bara allt í einu kom strollan á eftir. Það virtist vera þannig að þegar ein byrjar þá byrja allar,“ segir Kristján. Töluverður fjöldi lagði það á sig að ganga á nýja hrauninu til að komast að rauðglóandi hrauni.Mynd/Kristján Kristinsson Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á hrauninu. Bent hefur verið á að þrátt fyrir að það virðist vera traust geti gríðarlegur hiti leynst undir því. Þá hefur verið varað við því að með því að fara út á hraunið sé fólk að setja björgunaraðila í „algjörlega vonlausa stöðu,“ fari hlutirnir á versta veg. Gosið var í góðum gír í kærkvöldið og hraunið rann í stríðum straumum.Mynd/Kristján Kristinsson „Fólk vildi greinilega komast nálægt hrauninu. Þetta voru svolítið margir sem létu vaða,“ segir Kristján sem var í sinni fimmtándu ferð upp að eldgosinu frá því það hófst í mars. „Þetta er við Stóra-hrút þegar þú ert búinn að labba alveg niður Langahrygg og ert búinn að koma aðeins fyrir Stóra-hrút. Þar var hraunið farið að renna niður, það hefur náttúrulega ekki sést heillengi, hraunið renna svona nálægt fólki,“ segir Kristján. Gestir hættu sér nálægt hraunflæðinu.Mynd/Kristján Kristinsson Engum virðist þó hafa orðið meint af bröltinu og þegar Kristján sneri aftur á sama stað tveimur tímum síðar var enginn út á hrauninu. Kristján segist ekki hafa orðið var við gæslu á svæðinu. „Fólk fer þarna inná og telur þetta vera traust,“ segir Kristján. „Maður bara veit aldrei hvað getur gerst.“ Sem fyrr segir var gosið í góðum gír í gærkvöldi og margir sem lögðu leið sína þangað í gær. Gosið virðst þó vera að hvíla sig þegar þessi orð eru skrifuð, líkt og sjá má hér að neðan í vefmyndavél Vísis sem vaktar gosið í beinni útsendingu. Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10. ágúst 2021 06:22 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6. ágúst 2021 15:22 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Eldgosið var í góðum gír í gær og töluverður fjöldi fólks lagði leið sína þangað til að verða vitni að náttúruöflunum í allri sinni dýrð. Líkt og sjá á meðfylgjandi myndum sem Kristján Kristinsson tók í gærkvöldi lét töluverður fjöldi fólks hins vegar sér það ekki nægja að horfa á eldgosið úr öruggri fjarlægð. Ítrekað hefur verið varað við því að stíga á nýja hraunið.Mynd/Kristján Kristinsson Kristján var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og í samtali við Vísi segist hann hafa talið um fimmíu manns í allt að fimmtíu metra inn á hrauninu. „Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri einhver hópur sem væri kominn þarna en það byrjuðu nokkrir að fara og svo bara allt í einu kom strollan á eftir. Það virtist vera þannig að þegar ein byrjar þá byrja allar,“ segir Kristján. Töluverður fjöldi lagði það á sig að ganga á nýja hrauninu til að komast að rauðglóandi hrauni.Mynd/Kristján Kristinsson Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á hrauninu. Bent hefur verið á að þrátt fyrir að það virðist vera traust geti gríðarlegur hiti leynst undir því. Þá hefur verið varað við því að með því að fara út á hraunið sé fólk að setja björgunaraðila í „algjörlega vonlausa stöðu,“ fari hlutirnir á versta veg. Gosið var í góðum gír í kærkvöldið og hraunið rann í stríðum straumum.Mynd/Kristján Kristinsson „Fólk vildi greinilega komast nálægt hrauninu. Þetta voru svolítið margir sem létu vaða,“ segir Kristján sem var í sinni fimmtándu ferð upp að eldgosinu frá því það hófst í mars. „Þetta er við Stóra-hrút þegar þú ert búinn að labba alveg niður Langahrygg og ert búinn að koma aðeins fyrir Stóra-hrút. Þar var hraunið farið að renna niður, það hefur náttúrulega ekki sést heillengi, hraunið renna svona nálægt fólki,“ segir Kristján. Gestir hættu sér nálægt hraunflæðinu.Mynd/Kristján Kristinsson Engum virðist þó hafa orðið meint af bröltinu og þegar Kristján sneri aftur á sama stað tveimur tímum síðar var enginn út á hrauninu. Kristján segist ekki hafa orðið var við gæslu á svæðinu. „Fólk fer þarna inná og telur þetta vera traust,“ segir Kristján. „Maður bara veit aldrei hvað getur gerst.“ Sem fyrr segir var gosið í góðum gír í gærkvöldi og margir sem lögðu leið sína þangað í gær. Gosið virðst þó vera að hvíla sig þegar þessi orð eru skrifuð, líkt og sjá má hér að neðan í vefmyndavél Vísis sem vaktar gosið í beinni útsendingu.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10. ágúst 2021 06:22 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6. ágúst 2021 15:22 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. 10. ágúst 2021 06:22
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6. ágúst 2021 15:22
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41