Sport

Biles keppir ekki í gólfæfingum - Ein grein eftir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Biles mætti í stúkuna í dag að hvetja landa sína áfram.
Biles mætti í stúkuna í dag að hvetja landa sína áfram. vísir/Getty

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun ekki taka þátt í keppni í gólfæfingum á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Bandaríska fimleikasambandið greindi frá þessu í stuttri tilkynningu í dag.

Biles, sem er líklega skærasta fimleikastjarna sögunnar, hefur ekki getað beitt sér að fullu á leikunum vegna andlegrar heilsu sinnar.

Hin 24 ára gamla Biles vann fjögur gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2018.

Aðeins ein grein er eftir á leikunum sem Biles gæti tekið þátt í en það eru úrslit í einstaklingskeppni á tvíslá. Kemur fram í tilkynningunni að ákvörðun um þátttöku Biles þar verði tekin þegar nær dregur.


Tengdar fréttir

„Vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda“

Sú ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum til að huga að andlegri heilsu sinni gæti haft mikil áhrif til frambúðar og skapað aukna umræðu um það umhverfi sem stærstu íþróttastjörnur heims lifa og hrærast í. Þetta segir Haukur Ingi Guðnason, fyrrverandi fótboltamaður sem hefur starfað við og kennt íþróttasálfræði.

Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi

Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.