Innlent

Lenti lítilli flugvél á bensínstöð

Árni Sæberg skrifar
Flugvélin tekur sig vel út á bílaplaninu ásamt eiganda sínum.
Flugvélin tekur sig vel út á bílaplaninu ásamt eiganda sínum. Aðsend/Sandra Mey

Viðstöddum brá heldur betur í brún í dag þegar lítilli flugvél var lent á plani bensínstöðvar N1 í Árnesi. Upphaflega hélt fólk að um brotlendingu væri að ræða og safnaðist saman á bensínstöðinni.

Fljótt kom í ljós að ekki var um brotlendingu að ræða heldur venjulega lendingu. Vegfarandi sem ræddi við Vísi segir að flugmaður vélarinnar hafi verið bandarísk kona á miðjum aldri.

Sú kvaðst hafa verið á ferðalagi um Ísland í ellefu mánuði og að hún notaði flugvélina til að skoða landið betur.

Þá sagðist hún hafa þurft að taka eldsneyti á vélina til þess að geta haldið umræddu skoðunarflugi áfram. Þá lá beinast við að lenda vélinni einfaldlega á bensínstöð og fylla á tankinn.

Vegfarandinn náði myndbandi af því þegar konan tók aftur á loft af Þjórsárdalsvegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×