Sport

Allir Íslendingarnir með til loka á heimsleikunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Björgvin Karl og Katrín Tanja standa í stórræðum um helgina.
Björgvin Karl og Katrín Tanja standa í stórræðum um helgina. vísir/daníel

Fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit er lokið og í kjölfarið var þátttakendum fækkað niður í 20. Eru allir fjórir íslensku keppendurnir þar á meðal.

Um er að ræða þriðja keppnisdag en eftir síðustu grein gærdagsins fengu 30 efstu keppendurnir að halda leik áfram og strax eftir fyrstu grein dagsins, þá tíundu í röðinni, var hópurinn skorinn niður í 20 manns.

Björgvin Karl Guðmundsson var með fjórtánda besta tímann í fyrstu grein dagsins en heldur 6.sætinu í heildarkeppninni.

Konurnar þrjár, Katrín Tanja Davíðsdóttir (10.) , Anníe Mist Þórisdóttir (16.) og Þuríður Erla Helgadóttir (14.)  voru allar á svipuðum tíma í fyrstu grein dagsins en Anníe Mist er efst þeirra í heildarkeppninni eða í 9.sæti. Katrín Tanja í því ellefta og Þuríður í fimmtánda.

Öll munu þau því halda áfram að keppa í dag en beina útsendingu frá leikunum má nálgast hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.