Innlent

Fundu síma og tækja­búnað Johns Snorra

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Talið er að John Snorri og félagar hafi náð toppnum á K2 en látist á leið sinni niður. Búist er við því að efni tækjabúnaðarins muni geta staðfest það.
Talið er að John Snorri og félagar hafi náð toppnum á K2 en látist á leið sinni niður. Búist er við því að efni tækjabúnaðarins muni geta staðfest það. ELIA SAIKALY

Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni.

„Staðsetningarbúnaður, Go-pro myndavél og sími Johns Snorra bjargað af K2. Sajid Sadpara mun fara vandlega yfir allt efni tækjabúnaðarins í fyrramálið. Munum við finna sönnun þess að þeir hafi komist á toppinn að vetri til?“

Þetta skrifar kvikmyndagerðarmaðurinn og félagi Johns Snorra, Elia Saikaly, ásamt því að deila myndskeiði af búnaðinum. Undir myndskeiðinu segist hann vonast til þess að finna einhver svör um afdrif göngugarpanna sem fórust á K2 í febrúar síðastliðnum.

Umræddur Saijid Sadpara er sonur Ali Sadpara sem fórst ásamt þeim John Snorra og Juan Pablo Mohr. Þeir ætluðu að freista þess að verða fyrstu mennirnir til þess að komast á tind K2, næst hæsta fjalls jarðar að vetri til. 

Pakistönsk yfirvöld töldu þremenningana formlega af þann 18. febrúar síðastliðinn og í síðustu viku bárust fréttir þess efnis að lík þeirra hefðu fundist.

Á búnaði þeirra mátti sjá að þeir voru á leið niður og telja leitarmenn það vera staðfestingu á því að þeir hafi náð toppnum en látist á leið sinni niður. Búist er við því að efni tækjabúnaðarins muni geta staðfest það.


Tengdar fréttir

Telja John Snorra hafa náð toppi K2

Leitar­menn sem fundu lík John Snorra Sigur­jóns­sonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánu­dag telja að þeir fé­lagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningar­reikningi Sadpara á Twitter.

Hafa fundið þriðja líkið á K2

Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 

Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum

Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.