Innlent

Bíll valt á Þver­ár­fjalls­vegi en allir sluppu með skrekkinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nokkrir ökumenn komu fólkinu til aðstoðar en tveir voru um borð í bílnum.
Nokkrir ökumenn komu fólkinu til aðstoðar en tveir voru um borð í bílnum. Aðsend/Dóra

Bíll valt af Þverárfjallsvegi á Skaga rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum þegar hann valt, kona og karl frá Þýskalandi. Bæði komust þau sjálf úr bílnum og reyndust heil á húfi.

Að sögn sjónarvottar sem ræddi við fólkið á vettvangi hafði maðurinn sofnað undir stýri en þau voru á leið úr Drangey að keyra vestur til Blönduóss. Maðurinn virtist ómeiddur en hann gat gengið en konan fór af vettvangi með sjúkrabíl.

Sjónvarvottur segir í samtali við fréttastofu að engin töf hafi orðið á umferð. Nokkrir bílstjórar hafi keyrt út í kant og komið fólkinu til aðstoðar en viðbragðsaðilar hafi svo komið stuttu síðar.

Ekki náðist tal af viðbragðsaðilum við vinnslu fréttarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.