Anníe Mist vonast til að verða stoltari af þessum heimsleikum en þegar hún varð heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:00 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hittust á ný þegar þær skráðu sig til leiks. Þær keppa síðan við hvora aðra frá og með deginum í dag. Instagram/@anniethorisdottir Það er komið að því. Anníe Mist Þórisdóttir hefur í dag keppni á heimsleikunum í CrossFit innan við einu ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira