Sport

Rúm­lega 100 banda­rískir Ólympíu­farar mæta óbólu­settir til Tókýó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mjúkboltalið Bandaríkjanna er meðal þeirra 613 keppenda sem taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Mjúkboltalið Bandaríkjanna er meðal þeirra 613 keppenda sem taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Yuichi Masuda/Getty Images

Alls koma 613 bandarískir Ólympíufarar til Tókýó að taka þátt á leikunum í ár. Samkvæmt könnun sem var gerð af læknateymi Ólympíuliðs Bandaríkjanna eru rúmlega 100 af þeim óbólusettir.

Í viðtali við AP fréttastofuna sagði Jonathan Finnoff, yfirmaður læknateymisins, að nær allir keppendur Bandaríkjanna – 567 af 613 – hefðu svarað könnun teymisins um heilsufar sitt fyrir leikana. Þar kom fram að 83 prósent þeirra væru bólusett. 

Það þýðir að tæplega eitt hundrað keppendur hafi ekki enn verið bólusettir.

„Við erum mjög ánægð með þátttökuna í könnun okkar. Svarhlutfall upp á 83 prósent er mjög gott,“ sagði Finney við AP.

Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, telur að tæplega 85 prósent allra keppenda sem munu gista í Ólympíuþorpinu á meðan leikunum stendur sé bólusettur fyrir Covid-19. Eru þær tölur byggðar á skýrslum Ólympíunefnda hverrar þjóðar fyrir sig og því ekki staðfestar.

Alls eru 11.324 keppendur frá 205 löndum sem taka þátt á leikunum í ár. Alls verða 339 viðburðir í 33 íþróttagreinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×