Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 22:31 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er lítið gefinn fyrir menningarlega fjölbreytni. Pyeongyang Press Corps/Pool/Getty Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land. Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land.
Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira