Innlent

Reyna að bjarga manni úr sjálf­heldu við Hengi­foss

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Óljóst er hversu umfangsmiklar björgunaraðgerðirnar verða.
Óljóst er hversu umfangsmiklar björgunaraðgerðirnar verða. Vísir/Vilhelm

Maður lenti í sjálf­heldu við Hengi­foss í dag og eru björgunar­sveitar­menn frá björgunar­sveitinni á Egils­stöðum á leið að svæðinu.

Í til­kynningu frá Lands­björg sem barst fjöl­miðlum rétt í þessu segir að kona mannsins hafi haft sam­band við Neyðar­línuna til að óska eftir að­stoð.

Á þessari stundu er ekki vitað hvar ná­kvæm­lega í gljúfrinu maðurinn er fastur. Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins og fellur vatn niður hann um 128,5 metra. 

Því er ó­ljóst hversu um­fangs­miklar björgunar­að­gerðirnar verða.

Vísir mun flytja frekari fréttir af málinu þegar fleira ber til tíðinda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.