Í tilkynningu frá Landsbjörg sem barst fjölmiðlum rétt í þessu segir að kona mannsins hafi haft samband við Neyðarlínuna til að óska eftir aðstoð.
Á þessari stundu er ekki vitað hvar nákvæmlega í gljúfrinu maðurinn er fastur. Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins og fellur vatn niður hann um 128,5 metra.
Því er óljóst hversu umfangsmiklar björgunaraðgerðirnar verða.
Vísir mun flytja frekari fréttir af málinu þegar fleira ber til tíðinda.