Fagnaði frammistöðu Katrínar Tönju eins og þau hefðu unnið Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér komin í NOBULL keppnistreyjuna sem hún verður í á heimsleikunum í CrossFit í lok þessa mánaðar. Instagram/@katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok mánaðarins og ein af þeim sem vonast hvað mest til að það verði áhorfendur í stúkunni er íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi. CrossFit Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi.
CrossFit Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira