Sport

Dagskráin í dag: Úrslitastund í dauðariðlinum og Pepsi Max deildarslagir í Mjólkurbikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ríkjandi Evrópumeistarar Portúgal þurftu að sætta sig við 4-2 tap gegn Þjóðverjum í annari umferð riðlakeppni EM og þurfa því að taka stig geg Frökkum í kvöld til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.
Ríkjandi Evrópumeistarar Portúgal þurftu að sætta sig við 4-2 tap gegn Þjóðverjum í annari umferð riðlakeppni EM og þurfa því að taka stig geg Frökkum í kvöld til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Kai Pfaffenbach/Getty

Það er fótboltadagur á sportrásum okkar í dag. Keppni líkur í seinustu tveim riðlunum á EM og tveir leikir í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla eru á dagskrá.

Klukkan 15:20 er á dagskrá upphitun fyrir fyrri tvo leiki dagsins á EM, bæði á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 EM. Leikirnir sjálfir eru svo á dagskrá klukkan 15:50 þar sem Svíþjóð og Pólland eigast annars vegar við á Stöð 2 EM, og hinsvegar Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2.

Svíþjóð hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, en Slóvakía, Spánn og Pólland geta öll fylgt Svíum upp úr riðlinum.

Að þessum leikjum loknum verða þeir svo gerðir upp á báðum stöðvum, áður en upphitun hefst fyrir næstu tvo leiki klukkan 18:30.

Kvöldleikirnir tveir eru lokaumferðin í dauðariðlinum þar sem allt getur enn gerst. Útsendingarnar hefjast klukkan 18:50 og á Stöð 2 EM eru það Portúgal sem mæta Frökkum og Þjóðverjar og Ungverjar eigast við á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 21:00 er svo EM í dag á dagskrá á Stöð 2 EM þar sem Gummi Ben og Helena Ólafsdóttir fá gesti í settið og gera upp alla leiki dagsins.

Það er þó ekki bara Evrópumótið sem á daginn í dag, heldur eru einni tveir leikir í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á dagskrá á Stöð 2 Sport 4.

Í báðum leikjum mætast lið úr Pepsi Max deildinni, en klukkan 17:50 tekur Stjarnan á móti KA-mönnum og klukkan 19:50 fara Blikar til Keflavíkur.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar sem framundan eru má finna hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.