Fólk verði að tilkynna grun um mansal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 22:07 Karl Steinar Valsson er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Lögreglan Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis. Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis.
Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent