Hugðust breyta MÍ vegna kulda á Akureyri en urðu að hætta við Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:01 Sindri Hrafn Guðmundsson er skráður til keppni í spjótkasti á MÍ. FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um helgina. Vegna kuldaspár á sunnudag stóð til að allt mótið færi fram á morgun en stjórn Frjálsíþróttasambandsins varð að draga þá ákvörðun til baka. Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér. Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira