Sumir í sjokki að sjá Katrínu svo neðarlega en hún veit hvað skiptir mestu máli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir var óvenju neðarlega í átta liða úrslitunum en það búist við miklu meira frá henni um helgina. Instagram/@katrintanja Sérfræðingar CrossFit samtakanna búast við því að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggi sér farseðil á heimsleikanna um helgina en þá fer fram undanúrslitamót silfurkonunnar frá síðustu heimsleikum. Katrín Tanja keppir á German Throwdown undanúrslitamótinu sem átti að vera keppni á staðnum en fer fram í gegnum netið vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Tanja er eina íslenska konan sem keppir um þau fimm lausu sæti sem eru í boði á mótinu í Þýskalandi. Sean Woodland og Annie Sakamoto, sérfræðingar CrossFit samtakanna, fóru yfir keppendalistann á German Throwdown mótinu og spáðu hvaða fimm karlar og fimm konur komist áfram. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Annie Sakamoto setti Katrínu Tönju í fyrsta sætið á sínum fimm nafna lista. „Í fyrsta lagi er það Katrín Davíðsdóttir. Það er ekki hægt að líta framhjá tvöföldum heimsmeistara,“ sagði Annie Sakamoto. Hún nefndi líka þær Kristin Holte, Jacqueline Dahlstrøm, Camillu Salomonsson Hellman og Samönthu Briggs. Sean Woodland vildi ræða meira Katrínu Tönju. „Hún heldur áfram að standa sig frábærlega sama hverjar aðstæðurnar eru,“ sagði Woodland. „Við erum að tala um íþróttakonu sem hefur komist á verðlaunapall fjórum sinnum og tvisvar orðið meistari. Mörg okkar horfðu kannski á stigatöfluna eftir átta liða úrslitin og sáu hana þar í ellefta sæti sem var svolítið sjokkerandi. En ég lít á það þannig að Katrín vissi vel að átta liða úrslitin voru þarna aðeins til þess að koma sér áfram í undanúrslitin,“ sagði Annie og hélt áfram. „Undanúrslitin eru mikilvægasti hlutinn fyrir utan heimsleikana sjálfa og hún er með einbeitinguna á þau,“ sagði Annie. Hér fyrir neðan má sjá umræðu þeirra Sean Woodland og Annie Sakamoto um German Throwdown mótið. View this post on Instagram A post shared by German Throwdown (@germanthrowdown) CrossFit Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Katrín Tanja keppir á German Throwdown undanúrslitamótinu sem átti að vera keppni á staðnum en fer fram í gegnum netið vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Tanja er eina íslenska konan sem keppir um þau fimm lausu sæti sem eru í boði á mótinu í Þýskalandi. Sean Woodland og Annie Sakamoto, sérfræðingar CrossFit samtakanna, fóru yfir keppendalistann á German Throwdown mótinu og spáðu hvaða fimm karlar og fimm konur komist áfram. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Annie Sakamoto setti Katrínu Tönju í fyrsta sætið á sínum fimm nafna lista. „Í fyrsta lagi er það Katrín Davíðsdóttir. Það er ekki hægt að líta framhjá tvöföldum heimsmeistara,“ sagði Annie Sakamoto. Hún nefndi líka þær Kristin Holte, Jacqueline Dahlstrøm, Camillu Salomonsson Hellman og Samönthu Briggs. Sean Woodland vildi ræða meira Katrínu Tönju. „Hún heldur áfram að standa sig frábærlega sama hverjar aðstæðurnar eru,“ sagði Woodland. „Við erum að tala um íþróttakonu sem hefur komist á verðlaunapall fjórum sinnum og tvisvar orðið meistari. Mörg okkar horfðu kannski á stigatöfluna eftir átta liða úrslitin og sáu hana þar í ellefta sæti sem var svolítið sjokkerandi. En ég lít á það þannig að Katrín vissi vel að átta liða úrslitin voru þarna aðeins til þess að koma sér áfram í undanúrslitin,“ sagði Annie og hélt áfram. „Undanúrslitin eru mikilvægasti hlutinn fyrir utan heimsleikana sjálfa og hún er með einbeitinguna á þau,“ sagði Annie. Hér fyrir neðan má sjá umræðu þeirra Sean Woodland og Annie Sakamoto um German Throwdown mótið. View this post on Instagram A post shared by German Throwdown (@germanthrowdown)
CrossFit Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira