Íslenski boltinn

Grindavík og ÍBV með sigra í Lengjudeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Grindvíkingar eru með sex stig í áttunda sæti Lengjudeildarinnar.
Grindvíkingar eru með sex stig í áttunda sæti Lengjudeildarinnar.

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeildinni í dag. Grindavík heimsótti Vestra og vann góðan 3-2 sigur og ÍBV tók á móti Víking Ó. þar sem niðurstaðan varð 2-0 sigur heimamanna.

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði fyrsta mark Grindvíkinga strax á þriðju mínútu úr vítaspyrnu.

Hann var svo aftur á ferðinni á 61. mínútu þegar hann tvöfaldaði forystu gestanna úr annara vítaspyrnu.

Nicolaj Madsen minnkaði muninn fyrir Vestra a 69. mínútu, en þrem mínútum seinna varð Elmar Atli Garðarsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark og munurinn því aftur orðinn tvö mörk.

Vladimir Tufegdzic minnkaði muninn aftur fyrir Vestra á 76. mínútu. Nær komust þeir þó ekki og Grindvíkingar fögnuðu því góðum 3-2 sigri.

Sigurður Grétar Benonyson skoraði fyrsta mark Eyjamanna sem tóku á móti stigalausum Víkingum frá Ólafsvík á tíundu mínútu.

Það var svo Sito Seoane sem tryggði sigur heimamanna með marki á 57. mínútu. ÍBV eru því með sex stig eftir fjóra leiki, líkt og Vestri og Grindavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.