Tíska og hönnun

Stærstu trend sumarsins að mati HI beauty

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Heiður Ósk og Ingunn Sig eiga saman HI beauty.
Heiður Ósk og Ingunn Sig eiga saman HI beauty. Vísir/Vilhelm

Við fengum þær Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty til að taka saman það sem yrði mest áberandi í hári og förðun í sumar. 

Ingunn og Heiður eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty, halda úti vinsælli Instagram síðu og eru einnig með hlaðvarp hér á Vísi

Litaður og grafískur eyeliner

Með tilkomu tiktok hefur grafískur eyeliner verið mjög áberandi og í öllum litum. Í sumar eru sérstaklega skemmtilegir pastel litir að koma inn.

Áberandi kinnalitur

Kinnalitur gefur þér frísklegt útlit. Krem kinnalitir eru mikið inn núna og koma til með að halda sér þar í sumar. Staðsetning kinnalitarins hefur breyst töluvert en þegar kinnaliturinn er staðsettur beint á kinnbeinin, þvert yfir nefbrúnina og nánast undir augun gefur hann þér fallegt sólkysst útlit.

Gloss

Í sumar verða allir með gloss! Glæran gloss, gloss með lit í eða gloss með smá shimmer. Glossinn gefur okkur kyssulegar varir og með hækkandi sól endurkastast hún á glansandi vörunum okkar.

Mjúkar sumar bylgjur í hárið

Beach waves eða strandarbylgjur hafa verið áberandi síðastliðin ár. Í sumar ætlum við að mýkja aðeins bylgjurnar og hafa ennþá látlausara hár í stíl við frísklega náttúrulega förðun.

Við mælum með því að allir sem hafa áhuga á snyrtivörum, tísku, förðun og hári fylgi HI beauty á Instagram. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.