Svipmyndir frá fyrsta degi HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. maí 2021 18:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadótti, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Aldís Páls HönnunarMars í maí opnaði í gær þar sem hátt í 90 sýningar breiddu úr sér um höfuðborgarsvæðið. Að gefnu tilefni var óformleg opnun hátíðarinnar á Hafnartorgi þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadótti, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs opnuðu hátíðina með trompetblæstri frá Ara Braga Kárasyni. Rigningin setti sinn svip á þessa óformlegu opnun sem skapaði óneitanlega ákveðið mótvægi við bakgrunnsverkið, Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoega. Ari Bragi mundar trompetið.Aldís Páls Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma. Kynntu þér fjölbreytta dagskrá HönnunarMars í maí sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum. Engir stórir og mannmargir viðburðir eru á hátíðinni í ár vegna Covid. Allar sýningar og sýningarstaðir HönnunarMars fylgja gildandi sóttvarnarreglum er varða samkomutakmarkanir og grímuskyldu. Hér fyrir neðan má finna svipmyndir frá fyrsta degi hátíðarinnar eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Alla umfjöllun Vísis um hátíðina má finna í flokknum HönnunarMars. Íslensk hönnun kynnt á sýningu í Epal.Aldís Páls Frá fyrsta degi HönnunarMars.Aldís Páls Kolagatan á Hafnartorgi er ein af mörgum sýningarstaðsetningum HönnunarMars í ár.Aldís Páls Gunni Hilmars hlaut Indriðaverðlaun í Grósku í gær. Ítarlegt viðtal við hann birtist á Vísi fyrr í dag.Aldís Páls Frá setningu HönnunarMars 2021 í rigningunni í gær.Aldís Páls Studio HönnunarMars þar sem meðal annars má finna skemmtilegan myndavegg.Aldís Páls Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var stödd á opnun HönnunarMars í gær og var hún í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttunum. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Að gefnu tilefni var óformleg opnun hátíðarinnar á Hafnartorgi þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadótti, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs opnuðu hátíðina með trompetblæstri frá Ara Braga Kárasyni. Rigningin setti sinn svip á þessa óformlegu opnun sem skapaði óneitanlega ákveðið mótvægi við bakgrunnsverkið, Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoega. Ari Bragi mundar trompetið.Aldís Páls Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma. Kynntu þér fjölbreytta dagskrá HönnunarMars í maí sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum. Engir stórir og mannmargir viðburðir eru á hátíðinni í ár vegna Covid. Allar sýningar og sýningarstaðir HönnunarMars fylgja gildandi sóttvarnarreglum er varða samkomutakmarkanir og grímuskyldu. Hér fyrir neðan má finna svipmyndir frá fyrsta degi hátíðarinnar eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Alla umfjöllun Vísis um hátíðina má finna í flokknum HönnunarMars. Íslensk hönnun kynnt á sýningu í Epal.Aldís Páls Frá fyrsta degi HönnunarMars.Aldís Páls Kolagatan á Hafnartorgi er ein af mörgum sýningarstaðsetningum HönnunarMars í ár.Aldís Páls Gunni Hilmars hlaut Indriðaverðlaun í Grósku í gær. Ítarlegt viðtal við hann birtist á Vísi fyrr í dag.Aldís Páls Frá setningu HönnunarMars 2021 í rigningunni í gær.Aldís Páls Studio HönnunarMars þar sem meðal annars má finna skemmtilegan myndavegg.Aldís Páls Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var stödd á opnun HönnunarMars í gær og var hún í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttunum. Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira