Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr fyrsta sigri Leiknis og hvernig Víkingar skelltu Blikum

Sindri Sverrisson skrifar
Leiknismenn unnu sinn fyrsta sigur í sumar þegar þeir mættu Fylki og fagna hér einu af þremur mörkum sínum.
Leiknismenn unnu sinn fyrsta sigur í sumar þegar þeir mættu Fylki og fagna hér einu af þremur mörkum sínum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Nýliðar Leiknis R. og Víkingar unnu 3-0 sigra í gær þegar 4. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta hófst. Mörkin úr leikjunum má sjá hér á Vísi.

Víkingar eru á toppi deildarinnar með 10 stig eftir að hafa lagt Breiðablik að velli í gærkvöld. Pablo Punyed skoraði fyrsta markið eftir laglega sókn og undirbúning Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar.

Undir lok leiks bætti Júlíus Magnússon við öðru marki, eftir hornspyrnu Pablos, og Kwame Quee smellti boltanum svo í netið í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga í sumar.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Breiðabliks

Sævar Atli Magnússon skoraði tvö marka Leiknis gegn Fylki í Breiðholtinu í gær, þegar nýliðarnir unnu sinn fyrsta sigur í sumar.

Fyrra mark Sævars kom eftir afar laglega afgreiðslu og ekki síður góða sendingu Dags Austmanns Hilmarssonar. Fylkismenn vildu þó fá dæmda aukaspyrnu í aðdragandanum. 

Sævar skoraði seinna mark sitt úr vítaspyrnu sem hann náði sjálfur í undir lokin, eftir að Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafði komið Leikni í 2-0 með marki eftir hornspyrnu.

Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og Fylkis

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×