Innlent

Bein útsending: Meintur klíkuskapur og kynferðisbrot á Sprengisandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Staða þolenda í dómskerfinu, nýtt fyrirbrigði í hagfræðinni, meintur klíkuskapur á æðsta dómstigi og stefna í ferðamennsku til framtíðar verður á dagskrá Sprengisands á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti.

Eiríkur Tómasson fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor ætlar að mæta klukkan 10 og andmæla Jóni Steinari Gunnlaugssyni, sínum gamla starfsbróður og hrekja ummæli hans um klíkuskap dómara og ámælisverð vinnubrögð í Hæstarétti. Þarna ber nýrra við því Jón hefur mátt una því að gagnrýni hans væri ekki svarað í gegnum tíðina.

Ásgeir Brynjar Torfason dr. í fjármálafræði ætlar að fjalla um alveg nýtt fyrirbrigði í hagfræðinni, Bidenomics sem er heiti á umfangsmiklum efnahagsaðgerðum Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Hversu mikið nýjabrum er af þessum aðgerðum? Við ræðum það og áhrif þess á heimsbyggðina ef vel tekst til.

Lögmennirnir og alþingiskonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen ætla að ræða kynferðisafbrot, refsingar við þeim, sönnunarbyrði og stöðu þolenda í dómskerfinu.

Í lok þáttar mætast þau Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF og Bjarkey Olsen þingkona VG. SAF hafa gefið út Vegvísi um viðspyrnu til ársins 2025 og vilja á kosningasumri knýja stjórnvöld til aðgerða samkvæmt þeim vegvísi. Vísar hann þangað sem við viljum fara? Þar liggur efinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.