Íslenski boltinn

KR vann í Kórnum á meðan Grinda­vík og Haukar gerðu jafn­tefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR nældi í sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna í dag.
KR nældi í sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna í dag. Vísir/Daníel Þór

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 4-1 sigur á útivelli gegn HK og Grindavík og Haukar skildu jöfn 1-1.

KR komst yfir með sjálfsmarki Gígju Valgerðar Harðardóttur strax á 9. mínútu og Kathleen Rebecca Pingel bætti við öðru marki fyrir hálfleik. Pingel var aftur á ferðinni þegar tæpur klukkutimi var liðinn og Margrétt Edda Lian Bjarnadóttir gulltryggði sigur KR með fjórða marki liðsins á 69. mínútu.

Lára Einarsdóttir minnkaði muninn á 84. mínútu og þar við sat. KR með þrjú stig eftir tvo leiki en HK er á botni deildarinnar með eitt stig.

Í Grindavík voru Haukar í heimsókn og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Haukar eru í 2. sæti með fjögur stig en Grindavík í 8. sætinu með tvö stig.

Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.