Sport

Dagskráin í dag: Pepsi Max, Olís og margt fleira

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valur mætir Haukum í dag.
Valur mætir Haukum í dag. vísir/hulda margrét

Það er heldur betur nóg um að vera á uppstigningardegi í dag en alls eru tólf beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Úrslitakeppnin í Olís deild kvenna byrjar í dag er ÍBV og Stjarnan mætast í Eyjum en í Origo er það Valur gegn Haukum.

Það er svo leikið í Pepsi Max deild karla í kvöld en í beinni útsendingu má sjá leik Breiðabliks og Keflavíkur.

Pepsi Max upphitunin er á dagskránni frá 18.30 en umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max stúkunni klukkan 21.15.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.