Fótbolti

Stjörnur Man. Utd máttu ekki fara út til að tala við stuðningsmennina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Maguire var einn af þeim sem vildi fá að tala við stuðningsmennina í gær.
Harry Maguire var einn af þeim sem vildi fá að tala við stuðningsmennina í gær. Getty/Alex Livesey

Leikmenn Manchester United vildu reyna að miðla málum og róa niður ósátta stuðningsmenn liðsins.

Harry Maguire, Bruno Fernandes, Nemanja Matic og Scott McTominay fengu hreint og beint nei þegar þeir vildu fara út til að ræða við stuðningsmenn Manchester United sem mótmæltu fyrir utan Old Trafford í gær.

Ekkert varð af stórleik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem að mótmæli stuðningsmanna Manchester United fyrir utan Old Trafford urðu til þess að leiknum af frestað.

Stuðningsmennirnir fengu mjög langt í mótmælum sínum og stór hluti þeirra braust inn á Old Trafford sem var aðalástæðan fyrir því að leiknum var fyrst seinkað og svo frestað.

Stuðningsmennirnir voru líka fyrir framan The Lowry hótelið þar sem Manchester United liðið var í aðdraganda leiksins.

Fjórir stjörnuleikmenn Manchester United, þeir Harry Maguire, Bruno Fernandes, Nemanja Matic og Scott McTominay, vildu fá leyfi frá félaginu sínu til að reyna að róa stuðningsmennina niður og tala þá til.

Forráðamenn Manchester United sögðu það ekki koma til greina og urðu leikmennirnir mjög ósáttir með það. Þetta segir James Cooper, sem hefur fjallað um Manchester United liðið fyrir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×