„Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 12:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Baldur Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni er „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Ávarp Drífu í tilefni verkalýðsdagsins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Hún segir að auðlindir landsins eigi ekki að ganga kaupum og sölum - eða seldar orkufrekum stórfyrirtækjum. „Þetta vísar líka í það að við erum vön því í okkar lífi að skipta á milli okkar gæðunum inni á heimilinum og það er ekki þannig að ef við þurfum að skera við nögl að einhver fær þá meira en aðrir minna, þannig að þetta vísar í jöfnuðinn líka.“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður fólki ekki stefnt í fjöldafundi eða kröfugöngur í dag, annað árið í röð, og baráttan því að mestu leyti háð á netinu. Alþýðufylkingin boðar hins vegar til útifundar á Ingólfstorgi í dag klukkan tvö innan þeirra marka sem samkomutakmarkanir leyfa, að því er segir í tilkynningu. Fundinum verði einnig streymt á Facebook-síðu fylkingarinnar. Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni er „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Ávarp Drífu í tilefni verkalýðsdagsins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Hún segir að auðlindir landsins eigi ekki að ganga kaupum og sölum - eða seldar orkufrekum stórfyrirtækjum. „Þetta vísar líka í það að við erum vön því í okkar lífi að skipta á milli okkar gæðunum inni á heimilinum og það er ekki þannig að ef við þurfum að skera við nögl að einhver fær þá meira en aðrir minna, þannig að þetta vísar í jöfnuðinn líka.“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður fólki ekki stefnt í fjöldafundi eða kröfugöngur í dag, annað árið í röð, og baráttan því að mestu leyti háð á netinu. Alþýðufylkingin boðar hins vegar til útifundar á Ingólfstorgi í dag klukkan tvö innan þeirra marka sem samkomutakmarkanir leyfa, að því er segir í tilkynningu. Fundinum verði einnig streymt á Facebook-síðu fylkingarinnar.
Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira