Fótbolti

51 fram­lags­stig hjá Elvari í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar var rúmlega magnaður í kvöld.
Elvar var rúmlega magnaður í kvöld. heimasíða Siauliai

Elvar Már Friðriksson fór á kostum í sigri Siauliai í litháensku deildinni í körfubolta í kvöld er Siauliai vann 103-90 sig á Pasvalio.

Siauliai var undir eftir fyrsta leikhlutann en þeir unnu þrjá síðustu leikhlutana og leikinn að endingu með þrettán stigum, 103-90.

Það var helst fyrir framgöngu Njarðvíkingsins. Elvar gerði 33 stig og gaf tólf stoðsendingar. Hann endaði með 51 framlagsstig og algjörlega mögnuð frammistaða landsliðsmannsins.

Siauliai er eftir sigurinn í sjöunda sæti deildarinnar með ellefu sigra í þrjátíu leikjum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að neðan.

Tryggvi Snær Hlinason skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst í sigri Zaragoza á San Pablo Burgos, 98-95, á Spáni. Zaragoza er í þrettánda sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.