Tveir íslenskir hestar felldir vegna skæðrar veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 13:29 Tveir íslenskir hestar í Þýskalandi voru felldir vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Skæð herpesveira sem herjað hefur á hesta í Evrópu hefur greinst í íslenskum hestum á að minnsta kosti fjórum búgörðum í Þýskalandi. Þurft hefur að fella tvo íslenska hesta vegna sjúkdómsins sem veiran veldur, að því er fram kemur í tilkynningu Landssamtaka íslenska hestsins í Þýskalandi. Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“ Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Sjá meira
Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“
Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent