Breska sundstjarnan sem er vatnshrædd og með klórofnæmi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Freya Anderson þreytir frumraun sína á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar. epa/ROBERT PERRY Að vera vatnshrædd og með klórofnæmi ætti ekki að vera uppskrift að góðum árangri í sundi. Það hefur hins vegar ekki truflað nýjustu sundstjörnu Breta. Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Sjá meira
Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn