Erlent

Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skipið sat pikkfast í um viku og stöðvaði alla umferð um skurðinn.
Skipið sat pikkfast í um viku og stöðvaði alla umferð um skurðinn. Gervihnattamynd/2021 Maxar Technologies.

Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku.

Nú standa yfir deilur milli eigenda skipsins og yfirvalda í Egyptalandi, sem krefjast bóta vegna björgunaraðgerðanna og tapaðra umferðargjalda. Um fimmtíu skip ferðast um skurðinn á degi hverjum og um 440 komust ekki leiða sinna þann tíma sem Ever Given sat fast.

Yfirvöld eru sögð vilja fá jafnvirði 113 milljarða króna í bætur en saksóknarar hafa einnig hafið rannsókn á því hvað varð til þess að hið 220 þúsund tonna skip strandaði í skurðinum.

Samningaviðræður standa yfir en málaferli gætu orðið flókin, þar sem Ever Given er í eigu japansks félags, rekið af taívönsku flutningafyrirtæki, undir panömskum fána.

Hershöfðinginn Osama Rabie, sem stjórnar skurðinum, segir ábyrgðina á strandinu alfarið á höndum eiganda skipsins.


Tengdar fréttir

Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súes­­skurðinn

Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga.

Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð

Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn.

Hafa náð skipinu af strand­staðnum

Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni.

Kalla til fleiri dráttar­báta og vilja forðast að af­­ferma skipið

Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið.

„Á­hrif af þessu bætast ofan á þegar við­kvæma stöðu“

„Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð.

Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum

Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×