Sport

Íþróttir leyfðar að nýju

Sindri Sverrisson skrifar
FH vann Selfoss í Olís-deildinni í handbolta í einum af síðustu leikjunum áður en nýtt íþróttabann skall á í mars.
FH vann Selfoss í Olís-deildinni í handbolta í einum af síðustu leikjunum áður en nýtt íþróttabann skall á í mars. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Íþróttir verða leyfðar fyrir alla, bæði börn og fullorðna. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti þetta við Vísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Áhorfendur verða hins vegar ekki leyfðir.

Á vef stjórnarráðs segir:

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.

Íþróttabann hefur verið í gildi frá því á miðnætti miðvikudagskvöldið 24. mars. Síðan þá hefur íþróttafólk hvorki mátt keppa né æfa, nema að hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð og forðast sameiginlega snertifleti.

Keppni í íþróttum var áður óheimil í 99 daga fram til 13. janúar þegar hún var leyfð að nýju. Æfingar höfðu þá verið leyfðar frá því í desember.

Frá 13. janúar og til 24. mars var mikið líf í íþróttahúsum landsins og undir lok febrúar var leyfi veitt fyrir 200 áhorfendum á kappleikjum.

Uppfært kl. 13.00: Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum en þetta kom fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.