Sport

Dag­skráin í dag: El Clásico, Masters, Nets mætir Lakers og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
El Clásico er á dagskrá í kvöld.
El Clásico er á dagskrá í kvöld. Alex Caparros/Getty Images

Við bjóðum upp á El Clásico á Spáni, Masters-mótið í golfi heldur áfram og þá mætast Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.25 er komið að leik Millwall og Swansea City í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall. Klukkan 13.55 taka lærisveinar Waynes Rooney í Derby County á móti toppliði Norwich City.

Klukkan 18.50 er komið að El Clásico á Spáni. Real Madrid og Barcelona mætast í sannkölluðum toppslag en liðin eru í harðri baráttu við Atlético Madrid um spænska meistaratitilinn.

Klukkan 00.30 er svo komið að stórleik Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 12.55 mætast Spezia og Crotone í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Parma tekur svo á móti AC Milan klukkan 15.55.

Við færum okkur svo yfir í spænska körfuboltann klukkan 18.35 þar sem MoraBanc Andorra heimsækir Unicaja.

Stöð 2 Sport 4

Getafe tekur á móti Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 11.55. Klukkan 14.10 er komið að leik Athletic Bilbao og Alavés. Á eftir því er leikur Eibar og Levante á dagskrá klukkan 16.25.

Klukkan 18.40 er leikur Udinese og Torino á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Klukkan 19.00 heldur Masters-mótið áfram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.