Norður-Kórea tekur ekki þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2021 10:00 Íþróttafólk frá Norður-Kóreu mun ekki taka þátt á Ólympíuleikunum í sumar. Stanislav Kogiku/Getty Images Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að íþróttafólk þeirra muni ekki taka þátt á Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar. Þeir segja að þetta sé gert til að vernda íþróttafólkið fyrir kórónaveirufaraldrinum. Nágrannar þeirra í Suður-Kóreu höfðu vonast til að nota leikana til að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu, en þessi ákvörðun setur strik í reikninginn. Árið 2018 sendu þessar tvær þjóðir sameiginlegt lið á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Ákvörðunin þýðir að Norður-Kórea er fyrsta stóra þjóðin til að sleppa leikunum vegna faraldursins, en leikarnir eiga að hefjast 23. júlí. North Korea has reportedly decided drop out of the forthcoming Tokyo Olympics due to concerns its athletes could contract coronavirus. https://t.co/VZoLOadSx1— CNN (@CNN) April 6, 2021 Áður höfðu yfirvöld í Japan tilkynnt að engir utanaðkomandi áhorfenur væru leyfðir. Það var gert af sömu ástæðu og Norður-Kórea ákveður að taka ekki þátt, til að vernda íþróttafólkið gegn kórónaveirunni. Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, segja að landið hafi engin tilfelli af veirunni. Sérfræðingar segja það þó ólíklegt. Þetta verður í fyrsta skipti sem Norður-Kórea missir af Ólympíuleikum síðan 1988 þegar þeir sniðgengu leikana í Seoul í kalda stríðinu. Harðar aðgerðir í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa notast við harðar aðgerðir gegn útbreiðslu faraldursins síðan hann braust út snemma á síðasta ári.Landamærum var lokað í janúar í fyrra, og hundruð erlendra ríkisborgara voru settir í sóttkví í höfuðborg landsins. Síðan snemma síðasta árs hefur lestum og vögnum verið bannað að koma og fara úr landinu, og flest millilandaflug verið stoppuð.Áhyggjur í Japan Undirbúningsviðburði fyrir Ólympíuleikana hefur nú verið aflýst í Japan eftir að smit greindust í æfingabúðum japanska sundpólóliðsins, þar sem sjö greindust með veiruna.Þetta kemur stuttlega eftir að hætta þurfti við Osaka-legginn af hlaupinu með Ólympíueldinn þar sem að fjöldi smita í borginni náði nýjum hæðum.Japanir hafa áhyggjur af því að meira smitandi afbrigði veirunnar séu að koma fjórðu bylgju landsins af stað. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Sjá meira
Nágrannar þeirra í Suður-Kóreu höfðu vonast til að nota leikana til að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu, en þessi ákvörðun setur strik í reikninginn. Árið 2018 sendu þessar tvær þjóðir sameiginlegt lið á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Ákvörðunin þýðir að Norður-Kórea er fyrsta stóra þjóðin til að sleppa leikunum vegna faraldursins, en leikarnir eiga að hefjast 23. júlí. North Korea has reportedly decided drop out of the forthcoming Tokyo Olympics due to concerns its athletes could contract coronavirus. https://t.co/VZoLOadSx1— CNN (@CNN) April 6, 2021 Áður höfðu yfirvöld í Japan tilkynnt að engir utanaðkomandi áhorfenur væru leyfðir. Það var gert af sömu ástæðu og Norður-Kórea ákveður að taka ekki þátt, til að vernda íþróttafólkið gegn kórónaveirunni. Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, segja að landið hafi engin tilfelli af veirunni. Sérfræðingar segja það þó ólíklegt. Þetta verður í fyrsta skipti sem Norður-Kórea missir af Ólympíuleikum síðan 1988 þegar þeir sniðgengu leikana í Seoul í kalda stríðinu. Harðar aðgerðir í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa notast við harðar aðgerðir gegn útbreiðslu faraldursins síðan hann braust út snemma á síðasta ári.Landamærum var lokað í janúar í fyrra, og hundruð erlendra ríkisborgara voru settir í sóttkví í höfuðborg landsins. Síðan snemma síðasta árs hefur lestum og vögnum verið bannað að koma og fara úr landinu, og flest millilandaflug verið stoppuð.Áhyggjur í Japan Undirbúningsviðburði fyrir Ólympíuleikana hefur nú verið aflýst í Japan eftir að smit greindust í æfingabúðum japanska sundpólóliðsins, þar sem sjö greindust með veiruna.Þetta kemur stuttlega eftir að hætta þurfti við Osaka-legginn af hlaupinu með Ólympíueldinn þar sem að fjöldi smita í borginni náði nýjum hæðum.Japanir hafa áhyggjur af því að meira smitandi afbrigði veirunnar séu að koma fjórðu bylgju landsins af stað.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Sjá meira