Fótbolti

Arna Sif byrjaði með látum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Glasgow City í dag og skoraði annað mark liðsins.
Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Glasgow City í dag og skoraði annað mark liðsins. VÍSIR/BÁRA

Glasgow City fór í heimsókn til nágranna sinna í Celtic í dag og unnu góðan 3-0 sigur. Arna Sif Ásgrímsdóttir var lánuð til Skotlandsmeistaranna um jólin og hún spilaði loksins sinn fyrsta leik. Arna Sif skoraði annað mark leiksins og var einnig valin maður leiksins.

Aofie Colvill kom gestunum yfir á 21. mínútu og þannig var staðan allt fram á 72. mínút leiksins. Þá skoraði Arna Sif með skalla eftir hornspyrnu Hayley Lauder.

Niamh Farrelly gerði svo út um leikinn fimm mínútum síðar, en Farrelley var einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir Glasgow.

Glasgow City lyfti sér á toppinn með sigrinum en Rangers sem er í öðru sæti á þó leik til góða.

Arna Sif vonaðist líklega eftir því að spila fleiri leiki með Glasgow, en hlé var gert á deildinni vegna kórónaveirufaraldursins. Áætlað er að Arna Sif snúi aftur til Þórs/KA í vor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.