Innlent

Svefn á ekki að vera afgangsstærð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Vinkonurnar og samstarfskonurnar, talið frá vinstri, Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir og Gyða Dröfn Tryggvadóttir, sem starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar stóðu fyrir námskeiðinu í Grímsborgum. Þær verða með annað námskeið þar í byrjun maí.
Vinkonurnar og samstarfskonurnar, talið frá vinstri, Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir og Gyða Dröfn Tryggvadóttir, sem starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar stóðu fyrir námskeiðinu í Grímsborgum. Þær verða með annað námskeið þar í byrjun maí. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks.

Nýlega var haldið fimm daga námskeið fyrir lækna á Grímsborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem megin áherslan var lögð á streitu, seiglu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt. Góður svefn er eitt af því sem læknar ráðleggja skjólstæðingum sínum og þetta er eitt af ráðunum.

„Virða svefninn, virða svefntímann, þetta er ekki einhver afgangsstærð, þar sem þykir flott að sofa lítið, það er mikill misskilningur. Þannig að virðum svefntímann og gefur okkur tíma til að sofa og búum til þær aðstæður í okkar lífi að við getum sofið,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur og einn af fyrirlesurum á námskeiðinu.

Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur , sem var einn af fyrirlesurum á námskeiðinu fyrir lækna, sem haldið var nýlega í Grímsborgum. Hún fjallaði m.a. um svefn og líkamsklukkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hvað eigum við að sofa mikið ?

„Meðalmaðurinn þarf sjö til átta tíma að nóttu til. Minna er ekki gott og meira er ekki gott heldur. Það eru margir sem átta sig ekki á því að það er ekki heldur gott að sofa of mikið, þannig að yfir níu tíma er ekki eðlilegt, þannig að sjö til átta fær vinninginn“, segir Erla og bætir við að henni finnist fólk oft kærulaust með svefninn.

„Já, það finnst mér oft á tíðum. Þetta hefur kannski ekki fengið alveg það mikilvægi, sem mér finnst svefninn eiga skilið. Þannig að mig langar svo að fólk átti sig á því hvað það eru ótrúlega merkilegir hlutir að gerst í líkama okkar og heilanum þegar við sofum, sem er bara mjög nauðsynlegur hluti af góðri heilsu.“

Á námskeiðinu var m.a. fjallað um svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið og um meðvirkni svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×