Hættir við hertar páskaaðgerðir og biðst afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:00 Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005. Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fallið frá áformum um enn harðari aðgerðir yfir páskana aðeins rúmum sólarhring eftir að tilkynnt var um þær. Merkel segist hafa gert mistök og að hún beri ábyrgð á U-beygjunni. Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33