Hættir við hertar páskaaðgerðir og biðst afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:00 Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005. Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fallið frá áformum um enn harðari aðgerðir yfir páskana aðeins rúmum sólarhring eftir að tilkynnt var um þær. Merkel segist hafa gert mistök og að hún beri ábyrgð á U-beygjunni. Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“